A A A
"Þetta eru nú allt sömu vandamálin og aðrar hljómsveitir eiga við að stríða," sagði Baldur Geirmundsson píanisti í hljómsveitinn B.G. frá Ísafirði sem nú vinnur að gerð 12 laga plötu í hljómverinu í Hafnarfirði. "Nokkur okkar eru í skóla fyrir sunnan og því spilum við nær einungis um sumartímann."

Sagði Baldur að upphaflega hefði verið ráðgert að taka plötuna upp nú í haust, eftir að sumarvertíðinni lauk, en það hefði farizt fyrir og því hefðu þau notað jólafríið til æfinga.

"Fimm þessara laga eru frumsamin en hin, eins og þessi, eru létt, - við ætlum að gera létta og skemmtilega plötu," sagði Baldur ennfremur. "Textar eru eftir skáldið Jónas Friðrik, Þorstein Eggertsson og við höfum einnig barið nokkra saman."

Stjórnandi upptökunnar eru Magnús Kjartansson, sem tók við að Ólafi Þórðarsyni við það starf. Sögðust þau í hljómsveitinni hafa sérlega gaman af því að vinna með Magnúsi, "maðurinn veit hvað hann er að gera," eins og þau komust að orði. Og það var svo sannarlega nóg að gera og útkoman verður án efa skemmtileg.
Vefumsjón