A A A

Flestir Íslendingar sem komnir eru af barnsaldri kannast við BG og Ingibjörgu. Þessi hljómsveit hefur samt borið miklu fleiri nöfnum dagana. Framan af var síðari hluta nafnsins breytt eftir þörfum þegar söngvarar komu og fóru, en frá því að söngkonur urðu tvær og allt til loka hét hljómsveitin BG-flokkurinn. Það nafn kom frá Jóni Múla í útvarpinu.


Í ár eru 40 ár liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð, en upphafsdagurinn er tuttugu og eins árs afmælisdagur Baldurs Geirmundssonar hljómsveitarstjóra, 15. október 1958. Tugir fólks hafa verið í þessari hljómsveit frá upphafi, komið og farið, en tveir voru þar alla tíð: Baldur sjálfur og Karl Geirmundsson bróðir hans, sem er einu og hálfu ári yngri.


Árið 1958 var frægðarsól Elvis Presleys tæplega enn komin í hádegisstað. Ungir menn notuðu mikið brilljantín og greiddu í píku, eins og það var kallað, og Bítlarnir voru ekki komnir til sögunnar. Og Kennedy var ekki orðinn forseti. Haukur Morthens var enn a ungur maður. Íslendingar máttu bíða enn um sinn eftir Viðreisnarstjórninni og ennþá lengur eftir 68-kynslóðinni.


Enn þekkja allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára lagið þín innsta þrá með BG og Ingibjörgu þótt komin séu meira enn þrjátíu ár frá því það kom út á plötu. Enn þann dag í dag má öðru hverju heyra rödd Ingibjargar Guðmundsdóttur á öldum ljósvakans, silkimjúka og silfurskæra. Þá er ekki laust við að gamlar og jafnvel hálfgleymdar kenndir blandnar angurværð láti á sér kræla hjá ýmsu fólki sem dansaði síðasta dansinn á böllunum hjá BG og Ingibjörgu við það lag í á gömlu góðu daga.


Kalli Tomm og BKB
Þegar hljómsveit Baldurs Geirmundssonar hóf göngu sína voru liðsmennirnir aðeins þrír. Í rauninni var hljómsveitin eldri og bræðurnir höfðu báðir spilað með henni nokkur ár undir stjórn Karls Einarssonar sem jafnan var nefndur Kalli Tomm af því að faðir hans hét Einar Thomsen.


Ég er eldri og byrjaði að spila með Kalla Tomm og Bæring bakara (Jónssyni). Þeir spiluðu gömlu dansana og þetta tríó hét BKB, sem voru fyrstu stafirnir í nöfnum okkar þriggja, segir Baldur Geirmundsson. „Síðan hætti Bæring og þá báðum við Kalla bróður að koma á trommurnar. Þá breyttist nafnið í KBK. Þannig byrjaði Kalli bróðir í hljómsveitarbransanum.


Undirritaður hitti á bræður Baldur og Karl Geirmundssyni á heimili hins síðarnefnda á föstudaginn en þeir eru báðir búsettir á Ísafirði. Langan tíma tekur að skoða myndir og úrklippur frá tónlistarferli sem spannar talsvert á fimmta áratug. Í því myndasafni eru fólgin mikil verðmæti fyrir vestfirska sögu. Karl nemur staðar við eina myndina: "Hér erum við bræðurnir einmitt að byrja að spila saman með Kalla Tomm. Þetta er fyrsta hljómsveitin sem við erum í saman og þarna er ég líklega fimmtán ára." Þess má geta að það var árið 1954 sem Karl Geirmundsson var fimmtán ára.


Æskubrunnur?
Einhvern veginn virðast þessir bræður ekki nógu gamlir til að hafa verið svona lengi að. Líka virðist heldur undarlegt að Svanfríður Arnórsdóttir skuli hafa sungið með BG-flokknum fyrir meira en tveimur áratugum. Hún lítur hreint ekki út fyrir það núna að vera nógu gömul til þess. "Jú það er æskubrunnur að spila í hljómsveit" segja þeir bræður.


Þeir Baldur og Karl eru frá Atlastöðum í Fljótavík í Sléttuhreppi, bar sem sjálft Norður-Íshafið blasir við. Langt er síðan byggð lagðist af í þeirri vík Fljótavík og fólkið fluttist áleiðis suður á bóginn. Það mun hafa verið bóginn 1946 þegar Baldur var á níunda ári en Karl sjö ára sem fjölskyldan fluttist á Strandgötuna í Hnífsdal. Þeir segjast ekki hafa verið farnir spila á hljóðfæri þá enda mun hafa verið lítið um tónlistariðkun á sveitaheimilum þar um slóðir. Ég man hvernig ég byrjaði segir Baldur. Pabbi hafði á leigu verkstæði í Hnífsdal og þar var orgel í einu horninu. Þar prófaði maður að pota, líklega ellefu-tólf ára eða þar um bil.


Gunnar bróðir keypti harmóniku...
Karl man líka hvernig hann byrjaði. Gunnar bróðir keypti harmóniku og kom með hana heim og Baldur var mikið að spila á hana. Þá byrjaði ég líka að fikta. Það fyrsta sem ég man eftir að ég hafi verið að taka í hljóðfæri var að spila Nú blikar við sólarlag á harmóniku. En það var ekkert sem heitið gat að spila fyrr en seinna. Ég man að Gunnar fór á síld og þá þorði maður að fara í harmónikuna á meðan og æfði sig allt sumarið."


Baldur: "Þegar ég fékk harmónikuna lánaða var það með því skilyrði að ég spilaði fyrir dansæfingum fyrir Gunnar bróður og fólk sem var kringum hann. Þá var dansað í heimahúsum. Það var kallað í mig þegar mannskapurinn þurfti að æfa sig að tjútta og fleira."


Ekki hafa aðrir í fjölskyldunni lagt fyrir sig hljóðfæraleik. Það var lítið um slíkt hér áður fyrr. Yfirleitt voru ekki til nein hljóðfæri á heimilum kannski helst, munnharpa."


15. október 1958
Eins og áður segir tók Baldur Geirmundsson við hljómsveitarstjórninni af Kalla Tomm á afmælisdaginn sinn árið 1958. "Þá vildi hann að ég tæki við af sér" segir Baldur. Fljótlega stækkaði hópurinn og áður en varði var orðinn til BG-kvintettinn og Gunnar Hólm. „Þetta var væntanlega eitthvert fyrsta skiptið sem farið var að syngja með hljóðfæraleiknum og hafa sérstakan söngvara með danshljómsveit hér vestra. Fram að því var bara spilað fyrir dansi en ekki sungið. Ég get vel trúað að þetta sé fyrsta hljómsveitin sem hafði fastan söngvara hér um slóðir" segir Baldur. Þeir bræður nefna það öðru hverju, að þeir muni ekki gjörla hvað gerðist hvaða ár eða hverjir skipuðu hljómsveitina á hverjum tíma. Og láir það þeim varla nokkur maður. En vissulega er hægt að ráða nokkuð af hárgreiðslu, hárvexti og skeggvexti, hálsbindum og öðrum fatnaði ýmsu öðru hvenær myndirnar á ferlinum eru teknar. Á myndum frá u upphafsdögunum eru allir í eins fötum, úniformi hljómsveitarinnar, ljósum buxum og dökkum smáköflóttum sokkum nema söngvarinn Gunnar Hólm, sem er í dökkum jakkafötum. Og að sjálfsögðu eru allir með hálsbindi.


Sérsmíðaður rafmagnsgítar
- Hvað hafið þið leikið á mörg hljóðfæri gegnum tíðina?


Baldur: "Ég byrjaði náttúrulega að spila á harmóniku. Fljótlega kom rokkið til sögunnar og þá vantaði saxófón og ég fór að spila á hann. Margir sem spiluðu á harmóniku á þeim dögum fór yfir á saxófón. Svo leiddist maður út í að fara á hljómborð líka. Það var nauðsynlegt þegar söngvararnir komu. Þetta er það helsta sem ég hef spilað á."


Karl: Hjá mér er það nú bara kontrabassinn gítarinn og trommurnar. Annað er ekki nema eitthvert fikt. Ef ég ætti nú nótuna fyrir smíðinni á gítarnum" bætir hann við. Það var erfitt að fá rafmagnsgítara á þessum tíma og reyndar yfirleitt ekki hlaupið að því að fá hljóðfæri. Það var maður á Akureyri sem smíðaði hann fyrir mig. Hann smíðaði kontrabassa fyrir mig líka."


Hafa ekki tölu á liðsmönnunum
- Hafið þið einhverja hugmynd um hversu margir hafa verið í BG-flokknum samtals frá upphafi árið 1958?


Baldur: "Nei, ég hef nú aldrei tekið það saman. Það gætu sennilega verið nálægt þrjátíu manns. Einu sinni var Bjössi Finnbjarnar með okkur bróðir Burra. Einnig var Þói Gísla með okkur Þórarinn Gíslason bróðir Ínu Gísla í Hamraborg. Theódór var einn, píanisti í Bolungarvík. Svo má nefna Árna Búbba, Ásgeir, Erling Gunnarsson, Hálfdán Hauksson, Hálfdán Ingólfsson Skarphéðin Hjartarson, Pétur Pálsson. Hann er látinn. Þeir eru ýmsir dánir úr þessum hópi, eins og vonlegt er. og það mætti nefna fleiri og fleiri", segir hann.

Við ættum nú að geta rakið söngvarana nokkurn veginn" segja þeir bræður. Gunnar Hólm Sumarliðason var fyrstur, síðan Gréta Gísla (Margrét Gísladóttir, systir Þóa hún býr úti í Bandaríkjunum Kristinn Sigurjónsson hann dó frekar ungur Árni Búbba, hann var með okkur um tíma hætti einn vetur, þegar hann fór á ólumpíuleikana og kom svo aftur. Ingibjörg Guðmundsdóttir kemur síðan á eftir honum. Hún er sá söngvari sem var lengst með okkur. Ólafur heitinn Guðmundsson var líka á þeim tíma og þau sungu yfirleitt saman á sumrin en á veturna var Óli oft einn þegar Ingibjörg var fyrir sunnan í menntaskóla og háskóla. Það var enginn menntaskóli hérna þá. Óli var líka fjarverandi í menntaskóla einhverja vetur. Reynir Guðmundsson söng lengi með okkur. Og Svanfríður Arnórsdóttir, Margrét Geirsdóttir..." Þeir Baldur og Karl leggja enn á það áherslu að þeir muni örugglega ekki eftir öllum í fljótu bragði ekki einu sinni söngvurunum og ekki röðina heldur.

"Stóra hljómsveitin okkar var eiginlega bara sumarhljómsveit því að alltaf fóru einhverjir í burtu í skóla á vetrum. Rúnar Vilbergsson fór t.d. í tónlistarskóla í Reykjavík. A vetrum vorum við bara þrír eða fjórir. Hljómsveitin skrapp alltaf saman á veturna. Svo byrjaði ballið þegar voraði og þá vorum við sex eða sjö og fórum vítt og breitt um landið."


Suður í tónlistarskóla

Þeir bræður spiluðu óslitið á hverju ári frá því að BG varð til.
Karl: "Eina hléið var fyrsta veturinn 1958-59 en á fór ég suður strax um haustið og fór að vinna fyrir sunnan. Síðan ákváðum við að fara í tónlistarskóla í Reykjavík upp úr áramótunum. Baldur kom þá suður líka. Við fórum í Tónlistarskóla Reykjavíkur og þar tók skólastjórinn Jón Þórarinsson á móti okkur. Við fórum fram á að fá að taka einn vetur á hálfum vetri og það gerðum við. Ég var í kontrabassaleik hjá Einari Waage og bassaleik hjá þýskum kennara. Svo vorum við báðir í tónfræði hjá Fjölni Stefánssyni. Jafnframt var ég áður farinn að spila í lausamennsku tók við af Elvari Berg sem var í Lúdó. Kennarinn minn í bassaleik lék með Hljómsveit Björns R. Einarssonar, en fór svo í frí til Þýskalands. Hann lét mig á taka við af sér með Birni R. sem lék á Hótel Borg. Við spiluðum öll kvöld nema miðvikudagskvöld og þá var ég ekkert að vinna annað á meðan. Við vorum síðan til vorsins í skólanum."

- Þið hafið ekki verið í neinum tónlistarskóla áður?
Karl: Nei. Eftir að við komum vestur fór ég í tónlistarskólann hér á Ísafirði einn vetur."
Baldur: Ég fór líka í tónlistarskólann hér til að læra á orgel og auka við tónfræðina. Nóturnar hafði ég lært af
sjálfum mér af harmónikuskóla bók sem ég komst yfir. Það var engin leið að ná í lög á þessum tíma nema geta lesið nótur. Maður átti engar plötur og segulbandið kom miklu seinna. Þess vegna varð maður að læra upp á eigin spýtur og grúska í þessu sjálfur. Við og vorum þess vegna með nokkuð þokkalega undirstöðu þegar við fórum í skólann fyrir sunnan. Við vorum ekki alveg grænir kunnum að lesa nótur fleira sem máli skipti. Þess vegna gekk þetta."


"Fjósið" í Hnífsdal og fleiri staðir

Hljómsveit BG hefur að líkindum spilað á öllum þeim stöðum her vestra þar sem yfirleitt hefur verið tíðkast að spila. Fyrst var það gamla félagsheimilið í Hnífsdal síðan Gúttó við Sólgötuna á Ísafirði þar sem H-prent er nú til húsa, Uppsalir þar sem nú er Sjallinn kjallarinn undir Alþýðuhúsinu þar sem nú er Krúsin nýja félagsheimilið í Hnífsdal, sem nú er reyndar orðið nokkuð gamalt og svo framvegis. Gamla félagsheimilið í Hnífsdal var stundum kallað Fjósið og var notað áður en núverandi félagsheimili komst í gagnið. Það stóð nokkurn vegin þar sem eru tröppurnar á núverandi félagsheimili i Hnífsdal. Stafnarnir á því sneru út að sjónum og fram í dalinn. Rétt þar fyrir neðan var fjós og það var ástæðan fyrir nafngiftinni. Uppi á lofti var veitingasalur en niðri var danssalur og leiksvið. Þar voru haldin bekkjaböll en á slíkum böllum var ekki setið við borð eins og síðar tíðkaðist, heldur var setið á bekkjum hringinn í kring og meðfram vegunum. Fjósið var um tíma notað sem skóli eftir að skólahúsið í Hnífsdal fauk", segir Karl. Þá vorum við krakkarnir látnir vera þar uppi á lofti. Þarna var sífelldur vindstrengur ofan dalinn og við vorum hlaupandi niður þegar hvessti. Það voru allir skíthræddir allan veturinn að Þetta hús færi eins og hitt, þegar eitthvað blés. En þetta hús hafði vissulega sinn sjarma"

Vinsælasta danshljómsveit á Íslandi
BG-flokkurinn (hvað sem hann hét nú réttu nafni hverju sinni) lagðist jafnan í ferðalög á sumrin um langt árabil og
gerði víðreist um land allt og fór líka nokkrum sinnum út fyrir landsteinana til að spila á þorrablótum Íslendinga erlendis. Í Vestfirska fréttablaðinu í árslok 1976 getur að líta þessa afdráttarlausu fullyrðingu: Sú hljómsveit sem
tvímælalaust nýtur nú mestra vinsælda á dansleikjum hér á landi er BG og Ingibjörg." Við fórum um mestallt land, að undanskildum Vestmannaeyjum. Við ætluðum alltaf að fara þangað en það varð aldrei úr því. Við þræddum allt Norðurland og Austfirðina oftar en einu sinni, fórum reyndar norður nærri því á hverju ári." Og oft var farið suður og spilað í öllum helstu félagsheimilum og danshúsum landsbyggðar og höfuðborgar. Stapinn frægi suður með sjó var alveg árviss, Hvoll, Aratunga, Glaumbær og Sjálfstæðishúsið við Austurvöll Í Reykjavík, og þannig mætti lengi telja.


Hljómplöturnar og Guðni Ásmundsson

BG og Ingibjörg gáfu út fjórar hljómplötur og auk þess var hljómsveitin fengin til að vera með á safnplötu sem ber nafnið Hrif. Fyrstu þrjár plöturnar voru tveggja laga, en sú fjórða var LP með mörgum lögum. Á fyrstu plötunni, sem þá bræður minnir að hafi komið út árið 1967, eru þau lög sem best lifa enn kann dag í dag, Þín innsta þrá og Mín æskuást. Fyrstu plötuna tókum við upp síðdegis en spiluðum síðan í Sjálfstæðishúsinu sama kvöld. Við urðum að klára plötuna fyrir klukkan sjö því að við vorum síðan að fara að spila fyrir dansi í Sjálfstæðishúsinu. Við vorum fjóra tíma að taka hana upp. Við héldum laginu Þín innsta þrá alla tíð sem kveðjulag í lokin á hverju balli."

Karl: "Kveikjan að þessari hljómplötu var sú að Guðni Ásmundsson sagði við okkur að við ættum að gefa út plötu. Þetta var áreiðanlega úti í Hnífsdal. Okkur fannst þetta nú alveg fáránlegt. En Guðni stappaði stálinu í okkur og var svo ákafur að við fórum loksins að gera eitthvað í malinu. Ég held nokkuð örugglega að við höfum hringt sjálfir í Svavar Gests, fremur en að hann hafi hringt í okkur. Það var ekki siður á að hljómsveitir langt úti á landi væru að gefa út hljómplötur. Það var bara í Reykjavík og þar í kring. Eftir það hafði Svavar samaband við okkur þegar við gáfum út plötur. Stóra platan okkar var síðust og kom út um eða eftir miðjan áttunda áratuginn.
-Hvenær byrjuðuð þið á því að ferðast um?


Töframaðurinn Jón Aðalbjörn

Byrjunin var strax um 1960 þegar við fórum norður austur og líka til Reykjavíkur með Jóni Aðalbirni Bjarnasyni ljósmyndara Við settum saman skemmtun og hann tók þátt prógramminu. Við spiluðum og sungum og vorum jafnframt með ýmiskonar skemmtiatriði."

Jón Aðalbjörn var töframaður og þetta var líka byrjunin á því sem lengi tíðkaðist hjá BG að vera með fjölbreyttar skemmtanir á undan dansleikjunum sjálfum.

"Hann var helvíti góður" segja þeir bræður einum rómi. var með hann eins og marga góða skemmtikrafta að hann var með svo mikinn sviðsskrekk. Hann var hreinlega veikur síðasta hálftímann fyrir sýningu. Hann verkaði þannig á mann að hann virtist aldrei vera neitt óstyrkur, en var samt alveg að farast áður en hann kom fram. Jón var með ýmis töfrabrögð en síðasta atriðið í prógramminu var að hann dró bílinn sem við vorum á með tönnunum. Þegar við vorum hér vestra var þetta yfirleitt bíllinn hans Kristins Friðbjarnar bassaleikara og bílstjóra hjá okkur. Þetta var Chevrolet Pickup árgerð 1955, væntanlega tvö og hálft tonn að þyngd, og þar að auki stóð öll hljómsveitin á bílnum. Þegar við forum lengra tók hann stærri bíla líka. Þegar við vorum með skemmtun í Austurbæjarbíói dró hann heila rútu."

-Ekki voruð þið með bílinn inni á sviði...
"Nei, að fóru bara allir út á götu þegar skemmtuninni var að ljúka og áður en ballið byrjaði. Á Patró var gatan svo óslétt að Jón var í vandræðum með að draga bílinn. Einu sinni var strákur sem setti steina fyrir hjólin. Það var illa gert og þá varð Jón reiður. Þetta var ótrúlegt að geta dregið allan þennan þunga með kjaftinum."
-Var ekkert plat í því...
"Nei alls ekki. Hann var rosalega vel tenntur. Erfiðast var að koma bílnum af stað."
Til er saga af Jóni Aðalbirni frá umræddri skemmtun í Austurbæjarbíói en þeir Baldur og Karl eru ekki vissir nema hún sé lygi. Hún er svona, sönn eða login: Í einu atriðinu í töfrabrögðunum þurfti hann að hella vatni í kramarhús úr pappír eða eitthvað slíkt og hafði vatnskönnu hjá sér í þeim tilgangi. Af einhverjum ástæðum var ekkert vatn í könnunni þegar til átti að taka og Jón brá sér þá bak við tjöldin til að leita að vatni. Hann fann hvergi vatnskrana eða yfirleitt nokkurn vatnsdropa en kom samt að vörmu spori til baka með nóg í könnunni. Það spillti ekki töfrabragðinu þótt hitastigið í könnunni muni hafa verið eitthvað nálægt líkamshita...

"Yfirleitt spiluðum við þrjú til fjögur kvöld í viku í þessum reisum. Þá var alltaf spilað á sunnudögum líka. Það var
ekkert síður traffík á sunnudagskvöldum í þá daga Við spiluðum einu sinni í Sigtúni á sunnudagskvöldi og það voru ellefu hundruð manns. Það þætti gott núna. Þegar við vorum að ferðast um Vestfirðina spiluðum við líka alltaf á sunnudagskvöldum."


Ferðalögin og rúsínumar

Þegar hljómsveitin hét BG og Árni var farið um landið í sérstaklega merktum bíl. Ferðalögin gerðu okkur þekkta strax í upphafi. Mörg g seinni árin sem við vorum á ferðalögum á sumrin hringdi Ingimar Eydal alltaf á vorin til að fá ferðaplanið hjá okkur, svo að hljómsveitirnar rækjust ekki á. Við vorum á svipuðum ferðalögum. Ragnar Bjarnason gerði það reyndar líka. Þetta voru líkar hljómsveitir að mörgu leyti og stíluðu á sama markaðinn."
BG og félagar fengu oft bæði innlenda og erlenda skemmtikrafta til að syngja með sér til að trekkja betur. Þeir voru kallaðir rúsínur. Einu sinni söng Þuríður Sigurðardóttir með okkur. Hún minnti okkur á það hérna niðri á hóteli löngu seinna. Við vorum búnir að gleyma því. Óðinn Valdimarsson var líka með okkur á sínum tíma. Við fórum með hann með okkur til Patreksfjarðar. Þá var allt í einu slegið upp barnaskemmtun um miðjan daginn, alveg fyrirvaralaust, Óðinn hélt uppi allri barnaskemmtuninni eins og honum var lagið. Við vorum iðulega með skemmtanir á daginn líka þar sem við komum. Einnig var Ómar Ragnarsson með okkur á ferðum hér um firðina með kabarett á fyrstu árunum. Við notuðum hann sem rúsínu eftir að hann var orðinn þekktur." Við þetta má bæta því að BG-flokkurinn spilaði í Aratungu á sínum tíma þegar Hljómar tóku upp kvikmyndina sína. Þá spiluðu þar tvær hljómsveitir til skiptis, BG og Árni og Hljómar.


Chicago, Stapinn, Hnífsdalur...

-Einhvern tímann fóruð þið til Vesturheims...
Já, við fórum þrisvar vestur um haf og spiluðum á þorrablótum Íslendinga félagsins í Chicago. Reynir Guðmundsson var með okkur í öllum þeim ferðum. Við gistum á Hilton-hóteli þar sem músíkin niðri var upp á það allra besta!"

-Hvar var mestaman að spila?
Það var oft gaman hér heima fyrir vestan. Þegar mest var að gera vorum við kannski þrjár helgar á sumri í Hnífsdal.
Líka var mjög gaman í Stapanum. Við vorum alltaf á sunnudögum á Akranesi og þar var mjög gott að spila."


Langferðir á dansleiki
Fólk ferðaðist oft mjög langt á böllin hér áður fyrr. Það er minnisstætt þegar við vorum með stórdansleiki hérna í Hnífsdal. Þeir voru mjög skemmtilegir. Fólk kom þangað á ball mjög langt að sumir alla leið úr Reykhólasveitinni, og auðvitað frá Patreksfirði og þaðan í kring. Það þótti ekkert svakalegt. Sama fólkið kom alla þessa leið kannski tvær helgar í röð. Við þekktum þetta fólk því að það kom á böllin í sínum heimabyggðum þegar við vorum að spila þar. Þegar við vorum að spila í Búðardal kom mikið af fólki af Snæfellsnesi. Það var rosalegur akstur á fólki til að komast á almennilegt ball á þeim árum. Það er miklu minna um slíkt núna. Sveitaböllin í stóru félagsheimilunum eru að hverfa. Þau lifa hvergi enn á nema fyrir norðan hjá Geirmundi Valtýssyni.

-Er hann eitthvað skyldur ykkur Geirmundssonum og jafnvel í ætt við fyrsta Sléttuhreppinginn sjálfan Geirmund heljarskinn landnámsmann?
-Það mætti halda það. Maggi Kjartans sagði einu sinni við Geirmund þegar vorum að spila saman í þætti á Stöð 2: Þarna eru strákarnir þínir komnir!

-Hafið þið nokkru sinni spilað með Ásgeiri Sigurðssyni eða Villa Valla eða þeir með ykkur?
Við höfum aldrei spilað með Geira. Á þeim árum þegar Ingibjörg var með okkur var Geiri alltaf í Gúttó á sumrin. En við tveir spiluðum einu sinni hluta úr vetri með Villa Valla eða Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar. Hann var líka með góða hljómsveit."
Menn urðu ekki ríkir, en...
-Urðu menn ríkir á þessari hljómsveitarútgerð?
Menn urðu reyndar ekki ríkir en það voru ágætis tekjur af þessu á Ingibjargarárunum.
Baldur: "Sumarið þegar ég var að byggja (sumarið 1970), þá tók ég mér alveg frí úr annarri vinnu og var bara að spila og vinna í húsinu allt sumarið. Það gekk mjög vel upp. Þetta er orðið svo gamalt að það er löngu fyrnt hjá
skattinum! Hlutfallið í þessum bransa var betra framan af. Þá þurfti aðeins að greiða húsaleigu í félagsheimilunum og svo átti maður afganginn. Síðan fóru þau að taka frá þrjátíu og allt upp fimmtíu prósent af því sem inn kom. Þá fór þetta að verða erfiðara og þurfti miklu meira til að hafa eitthvað upp úr þessu. Vinsælustu hljómsveitirnar fengu hagstæðasta prósentu því að þær fengu mesta aðsókn. Við þurftum alltaf að vera að semja um þetta. Þeir sem voru minna þekktir fengu hreinlega ekki að komast í húsin. Helgunum yfir sumarið var skipt á milli þeirra hljómsveita sem voru líklegastar til að gefa mest af sér."


Oddur Pétursson fór úr buxunum

-Þið hafið væntanlega haft ýmsa bílstjóra á ferðum ykkar um landið...
„Já við höfðum góða og skemmtilega bílstjóra. Þeir sem lengst voru með okkur voru þeir Oddur Pétursson sá stórskemmtilegi maður og Elías Sveinsson. Það var alltaf sérlega mikið sungið þegar Oddur var að keyra okkur. Þá var sungið fjórraddað í rútunni bæði á leiðinni á dansleikina og eins á heimleiðinni. Þetta voru oft löng ferðalög. Svo
áttum við það til að fara út úr rútunni og leggja okkur, þegar gott var veður, eins og hérna inni í Langadalnum eitt sinn. Mannskapurinn var orðinn mjög þreyttur það var komið fram undir morgun og við vorum á leiðinni heim. Þá fóru
allir út og við lögðum okkur úti í móa og sváfum í einn og hálfan eða tvo tíma. Þetta var iðulega gert þegar gott var
veður að bæði hljómsveitin bílstjórinn fengu sér kríu úti í guðs grænni náttúrunni."

Rúturnar voru nú ekki hraðfleygar á þeim árum. „Gömlu Benz-rúturnar fóru í mesta lagi á tuttugu kílómetra hraða hérna upp á Breiðadalsheiðina. Oddur notaði iðulega tækifærið að klæða sig úr þegar við vorum að silast áleiðis upp á heiðina og hitnaði í bílnum. Þá fór hann úr buxunum undir stýri. Það gat hann vel því að rútan fór svo rólega. Svo keyrði hann bara á nærbuxunum. Svo keyrði Elli Sveins okkur mikið seinni árin og það var líka mjög gott."
-Það er væntanlega margs að minnast frá spilamennsku í bráðum hálfa öld...
Bræðurnir láta lítið yfir því. „Það er lítið að segja frá þessu. Þetta var bara rútína."
- Þið hafið spilað allar tónlistartegundir um dagana...
„Við byrjuðum náttúrlega í gömlu dönsunum í Gúttó. Svo kom rokkið og seinna komu bítlalögin. Við fórum eiginlega í gegnum þetta allt og spiluðum það sem var vinsælt á hverjum tíma. Nema hvað við fórum aldrei í harðasta gaddavírinn. Vorum frekar í mýkri kantinum."


Engin sérstök uppáhaldstónlist

Þeir BG-bræður geta ekki sagt að þeir hafi átt neina uppáhaldstónlist og húkkuðust ekki einu sinni á The Rolling Stones eða sjálfa Bítlana.
„Nei, maður festist ekki í neinu sérstöku. Við þurftum að hlusta á svo marga og læra. svo margar tegundir af tónlist og það var ekki hægt að taka neina eina hljómsveit fyrir. En við spiluðum alla tíð nokkuð mikið af suðuramerískri tónlist. Hún féll alltaf vel í kramið. Ingimar Eydal var reyndar líka með mikið af þannig músík, bæði sömbur og rúmbur."
Nú eru líklega um tveir áratugir frá því að Ingibjörg Guðmundsdóttir hætti að syngja með BG. Hún kom þó hingað vestur á heimaslóðir snemma á síðasta ári og þá söng hún við undirleik Baldurs Geirmundssonar á landsþingi Lionsmanna í íþróttahúsinu á Ísafirði.


BG-flokkurinn ekki lengur til

BG-flokkurinn er ekki lengur til. Hann hætti að vera til fyrir eitthvað tveimur til þremur árum. Baldur spilar þó enn fyrir dansi á Ísafirði og Magga Geirs syngur með honum.

Þegar undirritaður hringdi til Karls Geirmundssonar á sunnudagskvöldið til að spyrja nánar út í eitthvað í viðtalinu, þá fylgdi þessi spurning með:
-Ætlið þið ekki að minnast fjörutíu ára afmælisins í haust, ef til vill með því að ná í það sem tiltækt er af liðsmönnum frá liðnum áratugum, tónlistarmennina og söngvarana, Ingibjörgu og Svanfríði og fleiri og fleiri, og búa til stórsveit BG eitt kvöld eða svo?
Karl svaraði því til, að sú hugmynd hefði ekki komið upp - fyrr en einmitt núna um helgina í kjölfarið á þessu viðtali. Og spyrja má enn: -Er það ekki alveg prýðileg hugmynd? Það mætti líka fá einhverjar „rúsínur" með til að trekkja enn betur, rétt eins og í gamla daga. En eflaust mun þó lokalagið blása mest og best í gamlar glæður og vekja mörgum söknuð á kveðjustund eins og alltaf áður...

Hvað sem því líður, þá er saga BG og annarra sem haldið hafa merki danstónlistar á lofti ekki ómerkur hluti af sögu Ísafjarðar á seinni helmingi tuttugustu aldar. Henni þarf að gera betri skil en í snöggsoðnu viðtali í blaði, og það fyrr en seinna.


-Hlynur Þór Magnússon.

Vefumsjón