A A A

Gestabók

Richard

skrifaði þann 22/12/07 klukkan 21:40

Sæll Baldur
Ég var að gá að texta á netinu og rakst á síðuna þína, flott síða. Við hittumst í sjötugsafmæli hjá Deddu í júní 2006, spiluðum þar saman undir fjöldasöng. Ég er tengdasonur Dóru Dan, giftur Siggu Rósu. Það var mér mikill heiður að fá spila með þér. Sé að þú ert orðinn sjötugur, til hamingju með það. Ekki hefði ég trúað því, hélt að þú værir mikið yngri.
Með bestu kveðju
Richard

Gummi og Solla í Nýmynd í Keflavík

skrifaði þann 11/11/07 klukkan 15:27

Kæri frændi

Hjartanlegar hamingjuóskir með 70 ára afmælið kæri frændi.
Frábært framtak með þessa heimasíðu þína.

Afmæliskveðja

Gummi R.J. og Solla
(sonur Gumma Júll)

Halldóra Þórðardóttir

skrifaði þann 08/11/07 klukkan 01:42

Halló Baldi frændi minn, þú átt sama afmælisdag og strákurinn minn hann Geiri, og reyndar fleiri sem ég þekki, en enginn þeirra er sjötugur akkúrat núna nema þú.
Innilega til hamingju með afmælið, þú átt allt gott skilið eins ljúfur yndislegur og þú ert.
Kveðjur frá mér, Sævari kallinum mínum, og pabba gamla.(Þórði Júlíussyni)
Ein fimmtug þann 20/10 síðastliðinn.
Dóra Þórðar.

Sæunn og Palli Keflavík

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 22:15

Kæri frændi !!!! Innilegar hamingju óskir með 7o ára afmælið. Þetta er aldeilis flott síða hjá þér gaman að geta fylgst með. Hafið það sem best. Kveðja Sæunn og Palli

Líni og Sigga

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 19:08

Elsku bróðir

Gaman að sjá hvað þú ert með fallega síðu, talvan mín tekur ekki síðuna. Fer til Júlla til að skoða hana. Þar sé ég að við höfum átt margt sameiginlet í gamla daga, ég,þú og Júlli.

Þinn bróðir Líni

Regína og Buck

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 19:05

Til hamingju með afmælið frændi, flott síða

Guðmunda Regína

Hogni J

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 17:58

til hamingju med afmaelid fraendi og flott sida

Guðrún Línadóttir

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 13:44

Til hamingju með afmælið og síðuna,gaman að skoða hana.Kveðja úr Sandgerði

Julli og Munda

skrifaði þann 03/11/07 klukkan 09:55

Elsku Baldi
Til hamingju með 70 árin. Þetta byður litla frænda þinn að verða 70 ára. Það var gaman að vera með þér þegar ég var strákur. Við munum eftir skellinöðrunni sem þú áttir. Þökkum árin í Staðpanum. Munda biður að heilsa.

Þinn frændi Júlli

Pétur H.R.Sigurðsson

skrifaði þann 01/11/07 klukkan 17:17

Sæll vinur

Við hjónin óskum þér ynnilega til hamingju með daginn og tilnefninguna
ég hefði komið vestur ef ég hefði vitað af þessu. Hamingjan elti þig áfram um allar gaddavírsgirðinga lifs þíns.

kveðja Pétur og Gunny

Helga Sigríður Úlfarsdóttir

skrifaði þann 31/10/07 klukkan 19:57

Til lukku með síðuna og ekki minnst afmælið. Get varla beðið eftir að tjútta á næsta balli ;) Kveðja frá Frænku og Nágranna

Gunni bróðir

skrifaði þann 31/10/07 klukkan 18:29

Baldi til hamingju með þetta allt saman, það er gaman að geta fyllgst með þér svona á netinu eins og þú veist þá er bróðir þinn mikið á netinu.
Lifðu í lukku ekki krukku þá færðu hrukku.
Með góðri kveðju Gunni og Hidda

Óli Th og Gurrý Mosf

skrifaði þann 31/10/07 klukkan 11:33

Halló Baldi og Kæja óskum ykkur innilega til hamingju meðáfangan ,rosalega líða árin fljótt hjá Balda hann er svo fjandi unglegur . Ég var alveg yfir mig undrandi þegar Guðny benti mér á að hann ætti svona mörg ár Baldi minn og Kæja megi þið eiga mörg góð ár áfram gæfu ogengi Óli og Gurrý

Guðrún Karlsdóttir

skrifaði þann 30/10/07 klukkan 17:47

Kæri Baldur!
Ég óska þér og þinni fjölskyldu innilega til hamingju á þessum tímamótum í lífi ykkar
þakka þér gömlu og góðu dagana í Hnífsdal.

Brynjólfur Óskarsson

skrifaði þann 30/10/07 klukkan 09:39

Hamingjuóskir með áfangann. Þessi síða með myndum rifjar upp margar minningar frá Gúttó, Uppsölum, öllum danshúsum Vestfjarða, ásamt mörgum ferðalögum og ævintýrum ykkar félaganna og okkar áhangendanna . Kveðjur,Binni Ó

Halldór Geirmundsson

skrifaði þann 29/10/07 klukkan 15:56

Kæri bróðir hjatranlegar hamingu óskir meðafmælið. Til hamingu með síðuna þína og sögu hljómsveitarinnar. Dóri og Guðný.

Rúna og Dóri Hnífsdal

skrifaði þann 29/10/07 klukkan 13:37

Bæjarlistamaðuinn Baldur Geirmundsson.

Elsku Baldur, GULLMOLINN okkar. Við óskum þér hjartanlega til hamingju með stóru afmælin þín og þökkum alla gleðina sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin. Við höldum áfram að dansa áfram með þér næstu 50 árin, amk.

Rúna og Dóri Hnífsdal.

bjarndis

skrifaði þann 28/10/07 klukkan 23:15

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið ,og tilnefninguna, bæjarlistamaður Ísafjarðar,til þín og fjölskyldunnar, það var löngu tímabært enda einstaklega fallegur uppáhalds sonur bæjarins, sem hefur yljað okkur með tónlist og ómældum skemmtilegum stundum i gegnum tíðina , ,hjartans kveðja og þakkir

Leifi og Lára

skrifaði þann 28/10/07 klukkan 10:29

Kæri vinur.
Við óskum þér og fjölskyldu þinni til hamingju á þessum merku tímamótum í þínu lífi.
Kveðja
Leifi og Lára

Lilja Hrönn Halldórsdóttir

skrifaði þann 21/10/07 klukkan 21:58

Sæll ellsku frændi og innilega til hamingju með daginn og sýðuna þína. Ég frétti af þessu hjá Hafþóri bróðir og ákvað að skoða sýðuna hún er flott kær kveðja kæri frændi Lilja Hrönn.

Sæa og Siggi

skrifaði þann 20/10/07 klukkan 14:31

Sjóndepran greinilega farin að segja til sín.

Listrænt enn þú laðar fram
ljúfan tónagaldur.
Gleðigjafi, góðkunnur,
Geirmunds sonur, Baldur.

Sæa og Siggi

skrifaði þann 20/10/07 klukkan 14:26

Til Baldurs!

Listrænt enn þú laðar fram
ljúfafn tónagaldur.
Gleðigjafi, góðkunnur,
Geirmunds sonur, Baldur.

Baldur, Kaja og fjölskylda! Innilegar hamingjuóskir.
Kær kveðja,
Sæa og Siggi

Einar Guðmundsson

skrifaði þann 18/10/07 klukkan 16:12

Til hamingju Baldur með að hafa náð þessum áfanga í lífinu og einnig óska ég þér til hamingju með þessa frábæru síðu, það er gaman að það skuli vera til svona mikið að gömlu efni og myndum frá fyrri árum. Og takk Baldur fyrir þitt farmlag að músíkmálum í gegnum tíðina.
Kveðja Einar

Valdimar Birgisson

skrifaði þann 18/10/07 klukkan 11:17

Til hamingju með afmælið Baldur.

Takk fyrir góð kynni.

Sunneva Sigurðardóttir

skrifaði þann 18/10/07 klukkan 09:41

Ég frétti af þessari síður alla leið til Osló á ferðalagi um Svíþjóð og Noregs. Því er óhætt að segja að síðan er vissulega umtöluð. Alveg er hún líka stórskemmtileg. Þetta er ein sniðugasta afmælisgjöf sem ég hef heyrt um. Ég vil óska þér til hamingju með afmælið frændi og hafðu það sem allra best.

Kveðjur frá Danmark.

Stella Ingvarsdóttir

skrifaði þann 18/10/07 klukkan 08:49

Innilega til hamingju med tímamótin og innilega takk fyrir skemmtun og elskuleg heit í tímanna rás. Sit hér út í Danaveldi hjá dætrum mínum og bestu kvedjur frá theim. innilegar kvedjur til kaju og fjölsk.
Kvedjur Stella

Þórarinn Þ.Gíslason

skrifaði þann 18/10/07 klukkan 03:16

Já ég tek undir allar þær afmæliskveðjurnar sem hafa birst þér til handa.Ósjálfrátt opnast hugurinn upp á gátt og margar skemmtilegar minngar líta dagsins ljós. Mér er þó minnisstæðast COMEBACKIÐ þegar Þú , ég , Sammi,Gunnar og Magnúsi Reynir spiluðum saman á Nýjársfagnaði úti í Hnífsdal ekki fyrir svo mörgum árum.Megir þú njóta góðra heilsu næstu 70 ára .Þórarinn Þ. Gíslason Píanóleikari.

Reynir Guðmundsson

skrifaði þann 17/10/07 klukkan 21:59

Til hamingju með daginn Baldur minn og hafðu þakkir fyrir samstarfið og samverustundir á liðnum árum.
Kær kveðja Reynir og Bryndís í Mosó

Samúel Jón Samúelsson (Sammi á Bjargi)

skrifaði þann 17/10/07 klukkan 12:37

Sæll Baldur og fjölskylda.
Hjartanlegar hamingjuóskir. Flott síða.
Bestu kveðjur.
Sammi og fjölsk.

Páll Halldór Halldórsson

skrifaði þann 17/10/07 klukkan 10:17

Kæri Baldur.

Til lukku með daginn og lífið allt. Frábær hugmynd að gefa heimasíðu í afmælisgjöf. Sé að Rósi frændi er líka að skoða hana hinu meginn á hnettinum, nánast á sama tíma og ég hér nú...

Kveðja úr borginni.

Palli

Rósi Sigurðsson

skrifaði þann 17/10/07 klukkan 08:07

Til hamingju með afmælið og alla mússikina í gegnum árin.
bestu kveðjur
Rósi

Kolbrún Sveinbjörnsdóttir

skrifaði þann 17/10/07 klukkan 06:43

Hamingju óskir með daginn til þin og fjölskyldu þinnar4

Sigþór Gunnarsson

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 22:54

Heill þér sjötugum, og til hamingju með þessa síðu. Bestu þakkir fyrir alla dansleikina sem þú hefur spilað og glatt okkur hér í Dýrafirðinum. lifðu heill.

Rúnar og María

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 22:37

Til hamingju með daginn og frábæra síðu, takk fyrir skemmtunina í gegnum tíðina.
María Níelsdóttir og Rúnar Már

Finnbogi Sveinbjörnsson

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 21:42

Heill þér sjötugum, og Kaja til hamingju með strákinn. Takk fyrir öll ballárin í Uppsölum (sjallanum), sjáumst á næstu blástursæfingu, kær kveðja Finnbogi.

Árni Búbba

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 20:52

Sæll og blessaður gamli félagi!!!

Er ekki lífið yndislegt!

Það er sannarlega gaman að líta yfir farinn veg, en minningarnar hrannast upp þegar maður skoðar þessa glæsilegu vefsíðu.

Haf þú og allir þeir ágætu menn og konur sem hlut eiga að máli bestu þakkir fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman á árum fyrr.

Innilegar hamingjuóskir með sjötugsafmælið og megi forsjónin gefa ykkur Kaju langa og hamingjuríka framtíð.

Árni og Gunna.

Kristinn og Berglind

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 19:30

Til hamingju með daginn og síðunna,
BG verður alltaf í fyrsta sæti.

Haukur Hlíðberg

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 19:09

Innilega til hamingju með starfsafmælið og þessa frábæru síðu afi og amma skemmtu sér vel við að skoða hana. Kveður úr Krossalind 6

Ella og Búbbi

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 16:46

Kæru Baldur, Kaja og fjölskyldur. Innilegar hamingjuóskir á þessum tímamótum. Takk fyrir alla gleði sem við höfum notið í gegn um tíðina frá hendi Baldurs.

Lára og Vignir

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 14:38

Kæri Baldur,

Innilegar hamingjuóskir með sjötugsafmælið.
Kær kveðja,
Lára og Vignir.

Harpa Jónsdóttir

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 14:35

Innilega til hamingju með afmælið og þessa glæsilegu heimasíðu!

Inga Lára

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 13:42

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið.Kveðja Inga Lára og Elvar.

Inga og Kristján

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 13:40

Sæll Baldur og fjölskylda. Okkar bestu hamingjuóskir í tilefni afmælisins. Flott heimasíða. Inga og Kristján Jóhannsson

Jökull Úlfsson

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 13:37

Kæri Baldur
Hjartanlega til hamingju með afmælið.
Kær kveðja,
Jökull Úlfsson

Ingibjörg Ólafsdóttir

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 12:16

Elsku Baldur
Hjartanlega til hamingju með afmælið og þessa glæsilegu heimasíðu.
Kveðja Inga og Rúnar.

Magnús Ólafs Hansson

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 12:05

Kæri vinur !
Hjartanlega til hamingju með árin sjötíu og frábæra heimasíðu.
Þess óskar fjölskyldan að Hafnargötu 110 í Bolungarvík

Smári Karlsson

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 12:03

Til hamingju með afmælið Baldi

Sigríður Jósefsdóttir og fjölskylda

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 09:08

Kæri Baldur!
Sendum þér og fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir með sjötugsafmælið og heimasíðuna. Kærar kveðjur úr borginni,
Sigríður Jósefs og fjölskylda

Björn og Helga Guðný

skrifaði þann 16/10/07 klukkan 00:22

Til hamingju með daginn og síðuna.
Þökkum samveru og samstarf á liðnum árum.
Kærar kveðjur
Björn og Helga
Botni

Bryndís og Guðmundur

skrifaði þann 15/10/07 klukkan 23:48

Óskum þér innilega til hamingju með afmælið og þökkum frábæra skemmtun undanfarna áratugi.
Bryndís og Guðmundur E. Kjartansson

Vefumsjón