A A A

Mærin frá Mexikó - ort í tilefni Chigaco ferðar

 

Eitt sinn lagði fólk landi frá

sem að langaði í heiminum margt að sjá,

þá margar frökenar fundu menn

Svo ferðinni er ekki lokið enn.

 

Viðlag:

Því að, Ísland verður alltaf best

Þó eldfjöll gjósi og kyngi snjó,

en það er alltaf þrumustuð

á þorrablótum í Síkagó.

 

Einu sinni á ári hér

hittast Íslendingar og skemmta sér,

með kræsingar miklar og kitlandi

sem eru komnar heiman frá Íslandi.

Því að…..

 

Í glösum veigarnar glampar á

kanski ”Gambrann” íslenska má þar sjá,

æ blessuð hraustlega borðið þið

því nú blótum við Þorra að gömlum sið.

 

Því að…….

 

Hangiketið það heillar menn

svo eru hrútspungararnir í gildi enn,

og lundabaggi er lostæti

svo er ljúffengur ilmur af hákarli.

 

Því að …..

 

Á eftir stíga svo allir dans

bæði ekta tangó og Óla skans,

í vinarkrusa og vals og ræl

allir vinda sér bæði á tá og hæl.

 

Því að…..

 

Hljómsveitin flaug yfir hálfa jörð

hún heitir B.G. og kennd er við Ísafjörð,

Þar lifðu margir sín æskuár

og þar er faðmur fjallanna fagurblár.

Því að …

 

G.G.


 

 

Vefumsjón