A A A

Ísafjörður-Stapinn-Hvoll-Dalirnir-Ísafjörður

Ef lýsa ætti einni dæmigerði helgarferð BG á þessum árum milli 72 og 78 gæti hún hafa hafist á fimmtudagskvöldi ef spila á átti t.d í Stapanum á föstudagskvöldi, því að vegakerfið á þessum árum var ekki merkilegt og tók td. með rútu 8-10 tíma að keyra til Reykjavíkur.

Bílstjórar voru fyrstu árin, 1970 til 1973 Oddur Pétursson og Kalli Aspelund en eftir 1973 var það Elli Sveins eða Einar Hjartar sem leysti hann stundum af. Elli varð síðan aðal bílstjórinn og varð hann fljótlega einn af hópnum. Allar hans áætlanir stóðust fullkomlega og hann vissi alltaf hvar var ódýrast. Annars voru allir þessir bílstjórar miklir heiðursmenn og þægilegir í alla staði.

Þá var á tímabili með okkur ródari og ljósamaður Níels Þórðarson að nafni og stjórnaði hann ljósa showi í einu vinsælasta laginu á þessum árum, þ.e. "Davids on the road again" sem Mannfred mann gerði frægt, en hlutverk Níelsar var að slökkva ljósin þegar kom að því að söngvarinn söng "cut the light " og svo eftir þar til gerðar sólóar klapp og stemningsstíganda, kveikti hann ljósin aftur. Þetta var að sjálfsögðu mikið nákvæmnisverk og allir þræðir þurftu að vera í lagi .


Í Keflavík réði Júlíus Högnason ríkjum eða Júlli Gagarín eins og hann var oft nefndur frændi þeirra bræðra Baldurs og Kalla. Júlli og Munda konan hans tóku alltaf höfðinglega á móti okkur og var Júlli oft búinn að hálffylla húsið í forsölu enda stoppaði ekki síminn hjá þeim hjónum allan daginn. Stapinn var svo yfirleitt troðfullur og mikið fjör.

Á laugardagskvöld var spilað á Hvoli á Hvolsvelli þar sem Stefán, eða Stebbi gluggi eins og hann var kallaður vegna þykkra gleraugna sem hann notaði. Eftir einn dansleikinn kom Stebbi með okkur í bæinn í rútunni og var einn hljómsveitarmeðlimur í hrókasamræðum við Stebba fremst í rútunni meðan aðrir voru að gantast afturí og vildu fá hann í hópinn, en hann komst ekki hann var fastur í "falsinu".

 

Á sunnudögum var svo slúttað í Dölunum eða Ströndunum , þar var alltaf vel mætt. Dalamenn fóru yfir á Strandir og Strandamenn yfir í Dalina, og voru oft sömu andlitin sem sáust á þessum böllum. Margir orðnir góðkunningjar okkar í hljómsveitinni. Heim var komið á mánudegi þannig að oftast fóru 4-5 dagar í svona ferðir og iðulega æft eitt kvöld í vikunni.

 

Vefumsjón