A A A

Í leit að söngvara

Svertingjar voru sjaldséð sjón á árum áður á Íslandi og sér í lagi vestur á fjörðum. Þó var einn sem slysaðist til Hnífsdals, til þess að vinna í fiski þar. Við skulum kalla hann Jim, en hann var einsamall á ferð og kom frá Ameríku til að vinna sér inn pening í fiskvinnslunni. Skömmu eftir komu hans, fóru sögusagnir af stað um að hljómsveitir væru á höttunum eftir honum sem söngvara, enda alþekkt um ágæti þeldökkra söngvara í Ameríku og þótt víðar væri leitað.

Þeim bræðrum, Karli og Baldri, tókst að fá Jim í söngprufu til að kanna hvort hann væri efni í söngvara í hljómsveit þeirra bræðra, sem voru kampakátir með áfangasigurinn, því fleiri hljómsveitir voru á höttunum á eftir honum.

Jim mætti í félagsheimilið í Hnífsdal á réttum tíma. Baldur og Karl voru tilbúnir fyrir prufurnar og fengu hann til að byrja á þekktu lagi með Frank Sinatra. Þeim bræðrum brá heldur betur í brún þegar Jim hóf söng sinn, því eitthvað vantaði upp á sönginn. Eftir stutta stund og nokkrar prufur læddist grunur að bræðrum að kannski væri Jim ekki með þá hæfileika sem virtust vera innbyggðir í velflesta svertingja, taktur.

Til að aðstoða Jim við taktinn, reyndi Karl að banka létt í bak hans, en allt kom fyrir ekki. Það var sama hvað reynt var, ekki tókst að fá hann til að syngja neina söngva í takti og því varð söngprufan með Jim ákaflega stutt og hann sendur aftur í frystihúsið.
Vefumsjón