A A A

Fyrsta söngkonan

Á upphafsdögum hljómsveitarinnar var ekki algengt að hljómsveitir væru með söngkonur né söngvara á sínum snærum. Flestir voru að spila danstónlist en sögvarar voru yfirleitt aðeins til staðar í stærri hljómsveitum.

Hljómsveitin tók upp á því að fá til liðs við sig unga söngkonu, Ingu að nafni, frá Súgandafirði, til að syngja 6-8 lög á hverju balli. Inga, sem heitir fullu nafni Ingibjörg Jónasdóttir er föðursystir Rabba heitins. Hún mætti til leiks í upphafi balls og tók lagið með hljómsveitinni og síðan tók almennur dansleikur við. Inga þessi, var því í raun fyrsta söngkona hljómsveitarinnar, þótt hún væri ekki fastráðin, enda fékk hún greitt fyrir fjölda laga sem sungin voru. Þetta mæltist reyndar svo vel fyrir að í kjölfarið var ráðinn söngvari til liðs við hljómsveitina.
Vefumsjón